E-VENT
Morgunfundur um „E-commerce“
10. desember | 10:00–11:30 Guðrúnartún 8
10. desember | 10:00–11:30 Guðrúnartún 8
Næstkomandi þriðjudag ætlum við að hittast á morgunfundi og ræða saman um E-commerce og stöðu vefverslana. Hver er staðan á íslenskri vefverslun? Eru Amazon og Temu að valta yfir allt? Hvernig gekk okkur á öllum þessum nýliðnu svörtudögum, stökuvöku og stafrænum mánudegi? Erum við tilbúin í jólin? Og hvaða breytinga má vænta á komandi mánuðum?
Við stöndum á tímamótum, breytingarnar eru hraðar með tilkomu gervigreindar, tæknirisarnir alltumlykjandi og Google er að breytast. Það er því mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir árið 2025.
Kristján Már Hauksson hjá Ceedr í Noregi og Einar Thor hjá FINDS ætla að deila með okkur þekkingu og reynslu, rýna í tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar, spá í tæknilegar áskoranir og leiða okkur allan sannleikann um stöðu vefverslana.
Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og skráning er hafin. Léttar veitingar í boði.